Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er þetta bílastæði?
Föstudagur 27. júní 2014 kl. 17:50

Er þetta bílastæði?

Þetta ökutæki varð á vegi blaðamanna Víkurfrétta við Krossmóa. Bílnum var lagt við gatnamót Krossmóa og Frekjunnar og tafði umferð talsvert enda safnaðist löng röð fyrir aftan bílinn áður en aðrir ökumenn áttuðu sig á því að bílinn var mannlaus.

Þarna má greinilega sjá að biðskylda er við staðinn sem bílnum er lagt en þessi gatnamót við Nettó eru ansi fjölfarin. Næg bílastæði voru laus þarna í kring en ökumanni hefur þótt þetta henta best. Einhverjir hafa haft á orði að umferðin á bílaplaninu fyrir framan Nettó sé oft og tíðum ruglandi, þá sérstaklega við Njarðarbraut.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024