Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er svakalegur bakari
Dalrós Jóhannsdóttir er Suðurnesjamaður vikunnar.
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 07:00

Er svakalegur bakari

Dalrós Jóhannsdóttir er Suðurnesjamaður vikunnar. Hún hefur staðið vaktina í Skóbúðinni í Reykjanesbæ undanfarin 3 ár. Nú er að fara í hönd mesti annatími ársins hjá Dalrósu eins og hjá flestum öðrum kaupmönnum á landinu.

Fullt nafn: Lína Dalrós Jóhannsdóttir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aldur: 46 ára

Fjölskylda: Gift og á 3 börn

Áhugamál: Fjölskyldan, ferðalög og að elda góðan mat.

Uppáhalds bók: Karitas og Óreiða á striga. Fannst líka mjög gaman að lesa bókina Bernskudagar eftir föðurbróðir minn, Óskar Jóhannsson.

Fyrsta bernskuminningin: Eitthvað að dúllast með mömmu á Hraunsveginum.

Leyndur hæfileiki: Er svakalegur bakari.

Gæludýr: Dóttir mín og tengdasonur eiga labrador tíkina París sem kemur stundum í heimsókn.

Uppáhalds nammi: Finnst eiginlega allt nammi gott. Nýjasta æðið er súkkulaði popp.

Fallegasta náttúruperlan á Suðurnesjum: Það eru mjög margar fallegar náttúruperlur á Suðurnesjum. Reykjanesvitinn og svæðið í kring er fallegt.