Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er skessunni illa við fjölmiðlaumfjöllun?
Sunnudagur 7. september 2008 kl. 11:58

Er skessunni illa við fjölmiðlaumfjöllun?



Svo virðist vera að skessan í fjallinu, sem flutti í nýjan helli í Reykjanesbæ í gærdag, leggi álög á fjölmiðlamenn. Hvort henni sé illa við fjölmiðlaumfjöllun á eftir að koma í ljós en erfitt hefur reynst að spyrja skessuna sjálfa.

Vandræði fjölmiðla byrjuðu strax á fimmtudagskvöld í útsendingu Stöðvar 2 frá Reykjanesbæ. Stöðin hafði komið útsendingarbíl sínum fyrir utan við skessuhellinn. Vandræði voru með sjónvarpskapla um kvöldið og þegar aka átti á brott eftir útsendinguna þá hreyfðist útsendingarbíllinn ekki úr sporunum.

Í gær unnum við á Víkurfréttum sjónvarpsfrétt fyrir Stöð 2 um skessuna. Fréttin komst aldrei í útsendingu þar sem tölvuskráin sem innihélt fréttina eyðilagðist og ekki var hægt að koma nýrri skrá í útsendingu í tæka tíð.

Vandræðin voru ekki á enda, því ljósmyndari Víkurfrétta átti í stökustu vandræðum með að ljósmynda viðburðinn þegar skessan flutti inn. Stór hluti myndanna var ónýtur.

Héldu nú margir að vandræðin væru á enda. Nú í morgun hefur allt gengð á afturfótunum við að koma myndum af skessunni til Fréttastofu Stöðvar 2. Skemmdir komu fram í myndum þar sem skessuna var að finna. Á síðustu stundu tókst að koma myndunum í hús til Stöðvar 2. Nú á bara eftir að senda þær út í fréttatímanum. Vonandi tekst það vel...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Skessan komin í hellinn sinn við smábátahöfnina í Gróf í Reykjanesbæ. Er skessunni illa við fjölmiðlaumfjöllun eða finnst henni bara gaman að stríða fjölmiðlafólki. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson