Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 29. október 2001 kl. 17:03

Er lest á Reykjanesið raunhæfur kostur?

Mikið hefur verið rætt um kosti rafknúinnar lestar í fjölmiðlum landins þessa dagana. Ljóst er að framkvæmd af þessu tagi yrði gífurlega dýr en mörgum finnst tímabært að skoða kosti sem þessa með tilliti til framtíðar. Mengun frá rafknúinni lest er lítil auk þess sem tími sparast á ferðalögunum og er borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mjög hlynt þessum möguleika en þó eru ekki allir sammála henni. „Það er ekki víst að lest beri sig í svona fámennu landi“, er álit Kristjáns Pálssonar, alþingismanns. „Fjölmennari þjóðir hafa átt erfitt með að láta lestarkerfi sín ganga upp.“ Vissulega er gaman að velta fyrir sér hugmyndum sem þessari en raunhæfari kostir eru skammt undan að mati Kristjáns. „Það er mun raunhæfara að tvöfalda Reykjanesbrautina sem kostar 3 milljarða á meðan lest sem þessi kostar 30 milljarða. Að mínu mati er tvöföld Reykjanesbraut það sem koma skal.“ Kristján bætir við að mengunarvarnir í bílum gerast sífellt betri og margt sé hægt að gera í vegakerfinu á Íslandi fyrir 30 milljarða, hluti sem eru mun þarfari en rafknúin lest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024