Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Er hún Elín í 8G best?
Mánudagur 21. maí 2007 kl. 16:32

Er hún Elín í 8G best?

Gönguleiðaskilti sen stendur á horni Grundarvegar og Reykjanesvegar í Njarðvík hefur sloppið við skemmdarverk frá því það var sett upp fyrir mörgum árum, þar til síðustu daga. Einhver hefur fengið útrás fyrir það að krota á skiltið. Rithandarsérfræðingar þykjast sjá nafnið Elín 8 G og orðin Elín er best.

 

Þetta eru ekki einu skemmdirnar því blómaker með sumarblómum framan við Sparisjóðinn í Njarðvík hefur einnig orðið fyrir barðinu á einhverjum sem er ekki vel við sumarkomuna og hafa blóm í kerinu verið skemmd.

Ljósmynd: Hilmar Bragi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024