Er gott fyrir börn að lesa hvað sem er?
- Katrín Jakobsdóttir fjallar um barnabækur æsku sinnar
Katrín Jakobsdóttir kemur í heimsókn í bókasafn Sandgerðis í kvöld kl. 20. Hún mun þar fjalla um barnabækur æsku sinnar og barnabækur dagsins í dag. Katrín mun einnig ræða það hvers vegna það er mikilvægt að börn lesi.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum, kynning á bókmenntaarfinum og styrktur frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.