Miðvikudagur 10. júní 2020 kl. 09:37
Ennþá stefnt að Ljósanótt
Undirbúningur fyrir Ljósanótt er í fullum gangi. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar segir í gögnum frá síðasta fundi sínum að vel er fylgst með tilmælum og fyrirmælum yfirvalda og brugðist við eftir þörfum. Umfang hátíðarinnar mun taka mið af þeim.