Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 13:57

Enn vantar sjö milljónir til byggingar þjálfunarsundlaugar Þroskahjálpar á Suðurnesjum

Þroskahjálp á Suðurnesjum hélt s.l. föstudag uppá að fyrri áfanga í byggingu þjálfunarsundlaugar er nú lokið. Byggingin er fokheld að innan og tilbúin að utan en heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 16 milljónir króna. Ýmsir aðilar hafa komið að fjármögnun þessara framkvæmda en betur má ef duga skal því enn vantar 7 milljónir uppá til þess að hægt sé að fullklára verkið. Sundlaugin hefur verið á teikniborðinu síðan 1992 en það var ekki fyrr en 6. júlí 1995 sem fyrsta skóflustungan var tekin. Þörfin fyrir þjálfun í vatni er mikil en þetta er viðurkennd og árangursrík aðferð sem nýtist fötluðum börnum sérstaklega vel. Auk þess nýtist hún öldruðum, fólki í endurhæfingu og fyrir ungbarnasund. Þrátt fyrir að nokkrar almenningssundlaugar séu á svæðinu þá hafa þær nýst illa til þessara hluta. Hitastig þeirra er of lágt og aðgengi fyrir fatlaða misjafnt. Einnig hefur verið erfitt að fá sérstaka tíma í almenningslaugunum til þessarar þjálfunar. Það er því mjög nauðsynlegt að hægt verði að taka þjálfunaraðstöðuna í gagnið sem fyrst en vonir eru bundnar við að það verði jafnvel hægt á þessu ári ef næganlegt fjármagn fæst til framkvæmdanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024