Enn vantar nafn á veitingarstað á Garðskaga
Byggðasafnsnefnd efndi á dögunum til samkeppni um nafn á nýja veitingastaðnum sem staðsettur verður í Byggðasafninu á Garðskaga.
Margir hafa nú þegar tekið þátt en umsóknarfrestur er til 8.júní. Úrslitin verða kynnt á 17. júní hátíðarhöldunum og er um verðleg verðlaun að ræða eða kr. 25.000.
Eru allir hvattir til að taka þátt og hver veit nema þú dettir í lukkupottinn.