Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn sleppa Hafnarhundarnir
Miðvikudagur 24. júlí 2002 kl. 11:24

Enn sleppa Hafnarhundarnir

Hundarnir sem valdið hafa miklu fjaðrafoki í Höfnunum sluppu enn á ný út úr girðingu sinni í gærkveldi. Lögreglan í Keflavík og starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins handsömuðu hundana svo seinna um kvöldið en í þetta skiptið voru það fjórir hundar sem ákváðu að yfirgefa „heimili“ sitt.

Er þetta í þriðja sinn sem lögreglan hefur afskipti af hundunum en kvartað hefur verið undan þeim í fjölmörg skipti. Enn er óvíst hvað gert verður til að koma í veg fyrir að hundarnir sleppi en eitt er víst að eitthvað verður að gera.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024