Enn skelfur við Fagradalsfjall - stærsti skjálfti næturinnar 4,2 af stærð
Í dag, sunnudaginn 14. mars, hafa mælst rúmlega 700 jarðskjálftar í sjálfvirku mælakerfi Veðurstofu Íslands. Stærstu skjálftarnir mældust kl. 01:19 af stærð 3,7 í suðvesturenda Fagradalsfjalls og klukkan 04:40 mældist skjálfti af stærð 4,2 á sama svæði.
Í gær 13. mars mældust um 2600 jarðskjálftar, þar af mældust 20 skjálftar stærri en 3,0. Stærsti skjálftinn mældist 4,6 að stærð kl. 01:34 við suðvestur enda Fagradalsfjalls og fannst hann víða, á Reykjanesskaga norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð. Um kvöldið kl. 22:06 mælist svo jarðskjálfti af stærð 4,1 einnig við Fagradalsfjall.
Yfir 41.000 skjálftar hafa mælst í hrinunni sem hófst þann 24. febrúar sl.