Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Enn skelfur Reykjanesskaginn
Miðvikudagur 4. mars 2020 kl. 10:03

Enn skelfur Reykjanesskaginn

Skjálfti af stærð 3,2 varð við Kleifarvatn á Reykjanesskaga í gær kl. 16:17. Nokkrar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega 30 minni skjálftar hafa mælst á svæðinu síðustu tvo daga. Síðast varð skjálfti þar stærri en 3,0 í ágúst 2019.

Samtals hafa orðið yfir 90 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum síðustu tvo sólarhringa. Alls hafa orðið fimm skjálftar stærri en M2,0 á þessu tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dregið hefur úr skjálftahrinunni við Reykjanestá. Um 750 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að virknin hófst 15. febrúar.

Veðurstofan varar við hellaskoðun við Eldvörpin á Reykjanesskaganum. Gasmælingar þar að undanförnu hafa sýnt lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisskort í helli við bílastæði þaðan sem eru vinsælar gönguleiðir.

Virkni við Grindavík

Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn að undanförnu. Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin sé að kvikuinnflæði sé lokið í bili. Vísbendingar eru um lítilsháttar sig frá miðjum febrúar en of snemmt er að túlka mælingarnar. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi.

HÉR GETUR ÞÚ LESIÐ NÝJUSTU VÍKURFRÉTTIR