Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn skelfur Reykjanes
Sunnudagur 15. maí 2022 kl. 15:35

Enn skelfur Reykjanes

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Nú kl. 11:35 mældist skjálfti af stærð 3,5 1 km vestur af Eldvörpum. Skjálftinn fannst í Grindavík. Annar skjálfti mældist 3,7 að stærð kl. 12:01 á sömu slóðum. Kl. 14:17 varð skjálfti af stærð 4, við Eldvörp. Við viljum benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað. Kl. 16:56 í gær varð skjálfti í Þrengslum austan við Lambafell að stærð 4,8 og varð hann á um 8km dýpi. Skjálftinn fannst vel á Suðurlandi og upp í Borgarfjörð og má búast við eftirskjálfavirkni í kjölfarið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024