Enn skelfur jörð í nágrenni Keilis
Jarðskjálftar í nágrenni Keilis halda áfram. Þegar klukkuna var 14:52 mældist skjálfti upp á 2,7 á Richter og er það stærsti skjálftinn síðan rétt fyrir miðnættið í gær þegart skjálfti upp á 3,1 mældist á svipuðum slóðum.
Á síðustu 48 stundum hafa 12 skjálftar á stærðarbilinu 2-3 á Richter mælst á svæðinu og 240 aðrir skjálftar.
Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum en almenningur sýnir þessu svæði sérstakan áhuga eftir að sjáandi kom fram í fjölmiðlum og varaði við náttúruhamförum á umræddu svæði.