Enn skelfur Grindavík
Í morgun mældist jarðskjálfti af stærð M3,5 um 3 km austnorðaustan við Þorbjörn. Hans varð vart á Reykjanesskaganum og að höfuðborgarsvæðinu.
Í gærkvöldi, 22. maí kl. 23:13, varð jarðskjálfti af stærðinni M3,0 um 3 km á sömu slóðum.
Veðurstofa Íslands vill benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.