Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn skelfur
Allra augu eru á Fagradalsfjalli. Þetta var ásýndin fyrr á árinu.
Laugardagur 25. desember 2021 kl. 16:56

Enn skelfur

Á áttunda tímanum í morgun hafa tveir jarðskjálftar fundist víða á SV-landi. Sá stærri varð kl. 7:26 og reyndist 4,2 að stærð og sá seinni kl. 7:39 og var 3,3 að stærð. Skjálftinn kl. 7:26 var staðsettur við Stóra-Hrút nærri Fagradalsfjalli en sá kl. 7:39 skammt austan við Kleifarvatn.

Skjálftar sem hafa orðið norðan við Grindavík og nærri Kleifarvatni eru líklega svokallaðir gikkskjálftar, þeir verða þegar þrýstingur vegna kvikusöfnunarinnar við Fagradalsfjall, skapar spennu á öðrum stöðum í jarðskorpunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Um kl. 10 í morgun varð vart við óróapúls á þeim slóðum sem síðast gaus í Fagradalsfjalli. Púlsinn varði í um 30 mínútur.

Frá miðnætti í dag hafa mælst um 1200 skjálftar en alls mældust 3600 skjálftar í gær og þar af sjö sem voru 4,0 eða stærri að stærð. Frá því að hrinan hófst hafa hátt í 12 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri að stærð.