Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn rignir...
Mánudagur 10. september 2007 kl. 09:10

Enn rignir...

Suðvestanátt, víða 10-15 m/s og rignin eða skúrir. Hiti 8 til 13 stig. Vestan 13-18 norðaustantil í nótt og fyrramálið, annars mun hægari vindur. Víða skúrir, en léttskýjað SA-lands á morgun. Heldur kólnandi veður.

Faxaflói
Suðvestan 8-15 m/s og rigning, en skúrir síðdegis. Hiti 8 til 13 stig. Suðvestan 3-8 og stöku skúrir á morgun. Hiti 5 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austan 10-15 m/s og rigning, einkum suðaustanlands. Hiti 7 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Gengur í hvassa norðaustanátt með rigningu og jafnvel slyddu fyrir norðan. Kólnandi veður.

Á föstudag:
Ákveðin norðanátt með éljum, en bjart veður sunnanlands. Hiti 0 til 5 stig að deginum. Á laugardag og sunnudag:
Lítur út fyrir áframhaldandi norðanátt og fremur kalt veður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024