Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn ráðist gegn eiturlyfjasölum
Laugardagur 24. mars 2007 kl. 09:35

Enn ráðist gegn eiturlyfjasölum

Ekkert lát er á baráttu lögreglunnar á Suðurnesjum gegn eiturlyfjasölum en í gærkvöldi og  nótt voru tveir aðilar handteknir með nokkuð magn af fíkniefnum á sér.

 

Í gærkvöldi var lagt hald á 20 gr. af meintu amfetamíni og 3 gr. af meintu hassi við húsleit í Reykjanesbæ.  Einn aðili var handtekinn og síðan látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Þá var einn aðili handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt með um 12 gr. af meintu amfetamíni í fórum sínum.  Aðilinn var látinn laus að lokinni yfirheyrslu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024