Enn möguleiki á éljum
Klukkan 6 var vestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Léttskýjað sunnan- og austanlands, annars skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Hiti var frá 5 stigum á Garðskagavita niður í 3 stiga frost í Árnesi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðvestan og vestan 5-10 m/s, en hæg vestlæg eða breytileg átt í nótt og á morgun. Skýjað með köflum og stöku él eða skúrir. Hiti 2 til 8 stig.
Yfirlit
Um 250 km N af landinu er 986 mb lægð sem hreyfist V og síðar SV.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Vestlæg átt, víða 5-10 m/s. Skýjað með köflum og él eða skúrir, en bjartviðri að mestu suðaustan- og austanlands. Hægari vindur í nótt. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil seint á morgun. Hiti 2 til 10 stig að deginum, hlýjast austanlands.
VF-mynd/Þorgils - Séð yfir Reykjanesvita.