Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn lausar íbúðir á Keflavíkurflugvelli
Laugardagur 11. ágúst 2007 kl. 17:40

Enn lausar íbúðir á Keflavíkurflugvelli

Í síðustu viku bættust við um 30 íbúðir á Stúdentagörðum Keflavíkurflugvallar og því enn möguleiki fyrir þá sem hafa hug á að sækja um íbúð að fá úthlutað. Í boði eru glæsilegar íbúðir í ýmsum stærðum, allt frá stúdíó til 5 herbergja fjölskylduíbúða sem allar eru í góðu standi og vel búnar eða með aðgang að öllum helstu heimilistækjum s.s. eldavélum, þvottavélum og þurrkara. Leiga er afar hagstæð og innifalið í henni er frí internettenging.

Nú líður að afhendingu íbúða og allt að verða klárt fyrir fyrstu íbúana en þeir munu flytja inn miðvikudaginn 15. ágúst nk. og ríkir afar mikill spenningur hjá verðandi íbúum á Keflavíkurflugvelli.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar eða sækja um íbúðir er bent á heimasíðu Keilis, www.keilir.net, finna má allar upplýsingar undir “stúdentagarðar”.

 

 

 

 

 

 

 

 

.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024