Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn frekari uppsagnir hjá varnarliðinu
Mánudagur 21. júní 2004 kl. 13:25

Enn frekari uppsagnir hjá varnarliðinu

Rúmlega 20 starfmönnum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðarmótum samkvæmt heimildum Víkurfrétta.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi varnarliðsins, staðfesti að samráð væri hafið við stéttarfélögin á svæðinu um þessi mál.

„Ef til uppsagna kemur verður viðkomandi aðilum send uppsagnarbréf í lok mánaðarins“, sagði Friðþór í samtali við Víkurfréttir.

Með þessum uppsögnum eru þeir sem sagt hefur verið upp störfum hjá varnarliðinu komnir vel á annað hundrað síðan í október síðastlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024