Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn flæðir í Melhólanámuna
Hraunið flæðir í námuna í kvöld. VF/Ísak Finnbogason
Fimmtudagur 21. mars 2024 kl. 22:59

Enn flæðir í Melhólanámuna

Síðan um kvöldmat hefur hraun flætt ofan í Melhólanámuna norðan Grindavíkur. Náman er norðan við leiðargarðana ofan við bæinn.

Rannsóknareining í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir að þessi virki hraunjaðar sé í um 2 km fjarlægð frá gígunum og virðist hraunið vera nokkuð nálægt því að ná kjörlengd sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef það er rétt og rennslið heldur áfram á þessum stað þá mun hraunið breiða úr sér á þessum stað án þess að lengjast mikið.

Í spilaranum er upptaka af streymi myndatökumanns Víkurfrétta, Ísaks Finnbogasonar, frá því hraunið hóf að renna í námuna.