Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn fjölgar ferðamönnum
Miðvikudagur 10. apríl 2013 kl. 08:09

Enn fjölgar ferðamönnum

Gistinóttum fjölgaði um 25% á Suðurnesjum

Á Suðurnesjum voru um 4.400 gistinætur í febrúar en það samsvarar til 25% aukningar frá sama mánuði í fyrra. Hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Hagstofa Íslands greinir frá.

Gistinætur á hótelum landsins í febrúar voru 139.900 og fjölgaði um 35% frá febrúar í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 42% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 11%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024