Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn fækkar á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum
Þriðjudagur 16. apríl 2013 kl. 13:05

Enn fækkar á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í mars 2013 þá voru 949 atvinnulausir í lok mánaðar á Suðurnesjum – 360 færri en fyrir ári síðan. 1600 Suðurnesjamenn voru atvinnulausir á þessum árstíma þegar verst lét.

Atvinnuleysið mældist 8,8% á Suðurnesjum í mars  en var 12,2% í mars 2012, 14,5% í mars 2011, 14,9% í mars 2010 og 14,3%% í mars 2009.

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum

Suðurnes Mars  2013 Mars 2012
Grindavíkurbær 71 98
Reykjanesbær 716 922
Sandgerðisbær 67 137
Sveitarfélagið Garður 54 72
Sveitarfélagið Vogar 41 80
Suðurnes alls 949

1409

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjá hér. http://www.vinnumalastofnun.is/files/mars 2013.pdf