Enn fækkar á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í mars 2013 þá voru 949 atvinnulausir í lok mánaðar á Suðurnesjum – 360 færri en fyrir ári síðan. 1600 Suðurnesjamenn voru atvinnulausir á þessum árstíma þegar verst lét.
Atvinnuleysið mældist 8,8% á Suðurnesjum í mars en var 12,2% í mars 2012, 14,5% í mars 2011, 14,9% í mars 2010 og 14,3%% í mars 2009.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum
Suðurnes | Mars 2013 | Mars 2012 |
Grindavíkurbær | 71 | 98 |
Reykjanesbær | 716 | 922 |
Sandgerðisbær | 67 | 137 |
Sveitarfélagið Garður | 54 | 72 |
Sveitarfélagið Vogar | 41 | 80 |
Suðurnes alls | 949 |
1409 |
Sjá hér. http://www.vinnumalastofnun.is/files/mars 2013.pdf