Enn er leitað á Faxaflóa – björgunarsveitum stefnt á Snæfellsnes
Björgunarsveitir og Landhelgisgæslan leita enn tveggja kajak-ræðara sem hugðust róa frá Garðskaga að Snæfellsnesi. Þegar þeir komu ekki fram á tilsettum tíma var farið að óttast um fólkið. Ræðararnir eru útlendingar, vanir og vel búnir, en þegar þeir skiluðu sér ekki bað tengiliður þeirra í landi um aðstoð.
Björgunar- og leitarþyrlan TF-GNA hóf leitarflug við Garðskagavita í kvöld. Þyrlan flaug frá Reykjavík að Garðskaga og tók þar stefnuna á Snæfellsnes og leitaði yfir fyrirhugaðri siglingarleið. Fjöldi björgunarskipa og báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru einnig komin að Garðskaga í kvöld. Þar var sett upp breiðleit sem áætlað var að tæki um sex klukkustundir, ef hún næði ekki tilætluðum árangri áður.
Björgunarsveitum hefur einnig verið stefnt vestur á Snæfellsnes. Þannig fóru bílar með tvo slöngubáta frá Garði og að Búðum á Snæfellsnesi. Einnig átti að láta slöngubáta leita í skerjum út af Mýrum.
Núna um kl. 02 höfðu ekki borist fréttir af árangri leitarinnar en að bátar væru enn við leit. Ekki fengust upplýsingar um það hvort þyrlan væri einnig við leit, en aðstæður til leitar eru góðar.
Mynd: TF-GNA flýgur yfir Garðinn í kvöld við upphaf leitarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.
Björgunar- og leitarþyrlan TF-GNA hóf leitarflug við Garðskagavita í kvöld. Þyrlan flaug frá Reykjavík að Garðskaga og tók þar stefnuna á Snæfellsnes og leitaði yfir fyrirhugaðri siglingarleið. Fjöldi björgunarskipa og báta frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg voru einnig komin að Garðskaga í kvöld. Þar var sett upp breiðleit sem áætlað var að tæki um sex klukkustundir, ef hún næði ekki tilætluðum árangri áður.
Björgunarsveitum hefur einnig verið stefnt vestur á Snæfellsnes. Þannig fóru bílar með tvo slöngubáta frá Garði og að Búðum á Snæfellsnesi. Einnig átti að láta slöngubáta leita í skerjum út af Mýrum.
Núna um kl. 02 höfðu ekki borist fréttir af árangri leitarinnar en að bátar væru enn við leit. Ekki fengust upplýsingar um það hvort þyrlan væri einnig við leit, en aðstæður til leitar eru góðar.
Mynd: TF-GNA flýgur yfir Garðinn í kvöld við upphaf leitarinnar. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson.