Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn er kveikt í
Frá slökkvistarfi á Patterson í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 12. apríl 2016 kl. 15:57

Enn er kveikt í

– lögreglan leitar að brennuvargi á Suðurnesjum.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur aftur verið kallað út í gömlu sprengjugeymslurnar á Patterson við Hafnaveg. Þar hefur hefur aftur verið kveikt í rusli inni í einu af byrgjunum á svæðinu.

Brennuvargur gengur laus á Suðurnesjum en snemma í morgun var kveikt í byggingu á Ásbrú og á áttunda tímanum var eldur borinn að rusli í byrgi á Patterson. Greiðlega gekk að slökkva eldinn.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málin og hvetur þá sem búa yfir upplýsingum að hafa samband.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024