Mánudagur 5. nóvember 2018 kl. 16:02
Enn er gaskútum stolið
Þrír þjófnaðir á gaskútum hafa verið tilkynntir til lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Í öllum tilvikum var um að ræða gaskúta sem stóðu við útigrill sem geymd voru utandyra. Um var að ræða samtals fimm kúta sem sá eða hinir óprúttnu höfðu á brott með sér.