ENN EITT BARNIÐ FYRIR BÍL
Ekið var á 6 ára pilt á mótum Sunnubrautar og Háaleitis í síðustu. Sem betur fór reyndist piltur ómeiddur og þurfti ekki að heimsækja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Í upphafi skólavertíðar er mikill fjöldi barna á ferðinni í umferðinni, mörg hver að stíga sín fyrstu skref á skólaferlinum og þess vegna annars hugar á röltinu heim. Ökumenn verða því að vera vel á varðbergi gagnvart ungunum okkar í umferðinni, margir hverjir ófleygir enn.