Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 1. febrúar 2000 kl. 12:40

Enn eitt banaslysið á Reykjanesbrautinni

Fjörutíu og eins árs gömul kona beið bana eftir að tveir bílar lentu saman við Kúagerði laust fyrir klukkan ellefu í morgun. Hinn ökumaðurinn, maður á fimmtugsaldri, hlaut ekki alvarleg meiðsli. Engir farþegar voru í bílunum. Reykjnesbrautin var lokuð fyrir allri umferð í tvær klukkustundir, frá klukkan ellefu til eitt. Að sögn sjónarvotta ætlaði konan, sem var á leið til Reykjavíkur, að reyna framúrakstur en hætti við. Þegar hún var að draga sig til baka á sinn vegarhelming leit út fyrir að hún hefði misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún lenti framan á fólksbifreið sem var á leið suður til Keflavíkur. Allt tiltækt björgunarlið úr Keflavík og Hafnarfirði var sent á slysstað en þá var konan enn með lífsmarki. Skömmu síðar kom sjúkraþyrla frá Landhelgisgæslunni á vettvang og flutti hún konuna á Sjúkrahús Reykjavíkur. Karlmaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahús Reykjavíkur til skoðunar en meiðsl hans voru ekki talin vera alvarleg. Hann hlaut þó einhverja áverka eftir bílbeltið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024