Enn einn tekinn við akstur undir áhrifum
Lítið heyrði til tíðinda hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gærdag, en um kvöldið var einn ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.Viðkomandi reyndist svo ekki hafa öðlast ökuréttuindi og má því eiga vona á dágóðri sekt fyrir athæfið, að því er segir í dagbók lögreglu.
Mikil aukning hefur verið á kærum vegna slíkra atvika að undanförnu og hefur vart liðið sú vika að „fíkniefnaakstur“ hafi ekki komið til kasta lögreglu.






