Enn einn blautur dagur
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en úrkomulítið í kvöld við Faxaflóa. Gengur í suðaustan 8-15 m/s á morgun með rigningu. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 5-10 m/s og skúrir, en heldur hægari og úrkomulítið í kvöld. Gengur í suðaustan 8-13 á morgun með rigningu. Hiti 8 til 12 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag
Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu sunnanlands seinnipartinn, en mun hægari og bjart N-til á landinu. Hiti víða 8 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en suðvestlægari seinnipartinn. Rigning um allt land, fyrst sunnanlands. Hiti 8 til 14 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustan 3-10 m/s og dálítil rigning, en bætir í vind og úrkomu um kvöldið. Yfirleitt þurrt á N- og NA-landi. Hiti svipaður.
Á föstudag:
Sunnanátt og rigning, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast NA-til.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með vætu, en þurrt og bjart með köflum á NA-verðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.