Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 20. desember 2001 kl. 02:04

Enn ein ástæðan fyrir því að versla heima

Undirritaður átti ánægjalega stund við jólaundirbúning og verslun nú um helgina í Reykjanesbæ. Létt var yfir bænum og bæjarbúum, jólasveinar brugðu á leik og léttsveitin lék létt jólalög. Reyndar hefði örlítil snjóföl gert yfirbragð bæjarins jólalegra en við það var ekki ráðið.Þetta er svo sem ekki fréttnæmt nema að þegar við hjónaleysin ásamt dætrum okkar tveimur voru búin að klyfja okkur jólapökkum var komið að því ljúka
við listann og versla skartgripi. Heitkona mín valdi gripina af valinkunnri smekkvísi og síðan var komið að mér að greiða fyrir gripina. Það gerði ég
en gleymdi varningum sem verslaður var.
Ekki komst þó upp um gleymsku húsbóndans fyrr en um kvöldið þegar hringt er úr búðinni og spurt fyrir um hvort ekki hafi vantað eitthvað í innkaupapoka
fjölskyldunnar. Það reyndist rétt vera og kunnum við starfsfólki Georg V. Hannah bestu þakkir fyrir umhyggjusemina. Það er gott að vita að til er
gott fólk sem hjálpar þeim sem eru utan við sig!
Fyrir undirritaðann er þessi litli atburður enn ein góð ástæða fyrir okkur Suðurnesjamenn að versla heima ef nokkur tök eru á. Við gerum oft kröfur um að okkur standi til boða þjónusta hér heima en að mínu mati eigum við þeim skyldum að gegna á móti að styðja okkar fólk. Allir vita að stór hluti í veltu verslana er tilkominn vegna jólaverslunar og því vill ég hvetja alla Suðurnesjamenn að til versla sem mest heima fyrir þessi jól.

Með jólakveðju,
Eysteinn Eyjólfsson
Á sæti í Markaðs- og atvinnuráði Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024