Enn berst búnaður í gagnaver á Ásbrú

Flutningabílar eru ennþá að flytja búnað í gagnaver Verne Global á Ásbrú, rúmri viku eftir að búnaðinum var skipað upp í Helguvík. Nú er unnið af kappi við uppsetningu gagnaversins en það á að vera orðið starfhæft um áramótin.
Á meðfylgjandi mynd má sjá flutningabíl koma upp Grænás með stóra og mikla kassa sem innihalda tækjabúnað fyrir 500 fermetra gagnaverið sem nú er verið að setja saman í gömlu vöruhúsi Varnarliðsins.
VF-mynd: Hilmar Bragi


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				