Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enn ber nokkuð á milli í viðræðum embættismanna um varnarsamninginn
Föstudagur 8. júlí 2005 kl. 10:06

Enn ber nokkuð á milli í viðræðum embættismanna um varnarsamninginn

Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að enn beri nokkuð á milli og ekki hafi náðst sá árangur sem íslensk stjórnvöld væntu í viðræðum embættismanna um framtíð varnarsamningsins sem lauk í Bandaríkjunum í gær að því er kemur fram á vefsíðu Rúv.

Davíð segist binda miklar vonir við næsta viðræðufund sem haldinn verður hér á landi í september. 10 embættismenn úr þremur ráðuneytum ræddu við 15 manna bandaríska embættismannanefnd.

Davíð vill ekki upplýsa hvað bar á milli í viðræðunum né hvaða kröfur voru lagðar fram á fundum af hálfu landanna. Hann telur að það sé ekki í þágu viðræðnanna. Þær voru reyndar ákveðnar þegar hann hitti Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í fyrra þar sem Powell lýsti því yfir að hann teldi að hér ættu áfram að vera loftvarnir.

Þá var ákveðið að embættismenn ræddu um kostnaðarskiptinu milli landanna tveggja vegna Keflavíkurflugvallarins. Davíð segir að Bandaríkjamenn hafi kynnt sínar hugmyndir og Íslendingar sínar. Þar beri á milli í allmörgum atriðum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024