Engum blöðrum sleppt á Ljósanótt
Leita að umhverfisvænum leiðum
Talsvert hefur verið deilt um þá athöfn þegar blöðrum er sleppt til himins við setningu Ljósanætur ár hvert í Reykjanesbæ. Nú hefur Reykjanesbær ákveðið að framvegis verði blöðrum ekki sleppt heldur verið fundin umhverfisvænni leið til þess að gera setningu hátíðarinnar sjónræna. Helgi Arnarson fræðslustjóri Reykjanesbæjar skýrði frá þessu á síðasta fundi fræðsluráðs.