SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Engir innviðir í hættu - gosið ekki búið að ná jafnvægi
Séð frá Reykjanesbraut. Mynd: Live from Iceland
Föstudagur 23. ágúst 2024 kl. 09:58

Engir innviðir í hættu - gosið ekki búið að ná jafnvægi

Dregið hefur nokkuð úr virkni eldgossins frá því sem mest var í gærkvöldi. Virknin er nú að mestu bundin við norðurenda gossprungunnar sem opnaðist fyrst og á gossprungunni sem opnaðist í nótt norður af upphaflegu sprungunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Skjálftavirknin minnkað hratt upp úr klukkan 4 í nótt. Áfram mælist þó gliðnun norður af Stóra-Skógfelli. Það bendir til þess að gosið er ekki búið að ná jafnvægi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Gossprungan sem opnaðist norður af þeirri fyrstu virðist hafa lengst um 2 km milli klukkan 4 og 8 í morgun.

Hraunflæði í átt að Grindavíkurvegi hefur að mestu stöðvast og eins og staðan er núna eru engir innviðir í hættu.

Ekkert í gögnum bendir til þess að virknin komi til með að færast í suður í átt að Grindavík.

Samkvæmt vefmyndavélum virðist engin virkni vera suður af Stóra-Skógfelli.

Verið er að rýna nýjustu gögn til að meta betur mögulega þróun atburðarrásarinnar.

Hér má sjá beint streymi frá Vogastapa.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025