Engir hælisleitendur til Grindavíkur
Innanríkisráðuneytið hefur óskað eftir samstarfsaðilum til að veita þjónustu fyrir hælisleitendur. Meðal annars hefur ráðuneytið sent Grindavíkurbæ erindi þess efnis hvort bæjarfélagið sé tilbúið að taka á móti hælisleitendum.
Í nýlegri fundargerð bæjarráðs Grindavíkurbæjar segir að umsögn félagsmálanefndar liggi fyrir, sem telur að svo stöddu ekki tilefni til að sækjast eftir þátttöku í verkefninu. Bæjarráð tekur undir þá umsögn félagsmálanefndar.