Engir biðlistar lengur
Falur Daðason og Björg Hafsteinsdóttir hjá Sjúkraþjálfun Suðurnesja opnuðu nýlega stærri og stórbætta aðstöðu sína við Hafnargötu 15. Stofan er nú tæplega 240 fm2 og er ein af glæsilegustu sjúkraþjálfunarstöðvum landsins.
Á stofunni eru níu meðferðarherbergi þar af eitt sem er sérstaklega útbúið fyrir sjúkraþjálfun yngri barna. Þau Falur og Björg sögðu að þau hefðu ráðist út í þessa stækkun til að útrýma biðlistum sem höfðu myndast hjá þeim og hafa auk þess fjölgað starfsfólki. Þau starfa nú fjögur á stofunni og vona að biðlistarnir heyri nú sögunni til.