Enginn sjúkrabíll tiltækur í Reykjanesbæ
Allir sjúkrabílar Brunavarna Suðurnesja eru uppteknir í verkefnum og því engan bíl að hafa í Reykjanesbæ þessa stundina. Nú rétt áðan var sjúkrabíll sendur í flugstöðina þar sem maður hafði fallið í rúllustiga. Hann var bæði mikið skorinn og meðvitundarlaus. Þá voru aðrir sjúkrabílar í flutningum til Reykjavíkur.
Það hefur gerst nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum að sjúkrabílalaust verður í Reykjanesbæ og þá er næsti tiltæki sjúkrabíll í Grindavík.