Enginn Sandgerðingur vill á stjórnlagaþing
Sandgerðingar hafa ekki nokkurn áhuga á stjórnlagaþingi og enginn þeirra bauð sig fram til þingsetu. Einn úr Garði, einn úr Grindavík og tveir úr Vogum vilja hins vegar á stjórnlagaþingið ásamt tíu einstaklingum úr Reykjanesbæ.
523 eru í kjöri, 159 konur og 364 karlar. Eftirtaldir Suðurnesjamenn sækjast eftir kjöri til stjórnlagaþingsins en kosning fer fram 27. nóvember.
Bergsveinn Guðmundur Guðmundsson, heimavinnandi húsfaðir, Svf. Garði.
Birna Kristbjörg Björnsdóttir, viðskiptafræðingur, Grindavík.
Guðmundur R Lúðvíksson, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
Gunnar Jón Ólafsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður, Reykjanesbæ.
Halldóra Aðalsteinsdóttir, lögfræðingur, Reykjanesbæ.
Inga Rós Baldursdóttir, viðskiptafræðingur B.Sc., Reykjanesbæ.
Íris Þórarinsdóttir, grunnskólakennari, Reykjanesbæ.
Jóhanna Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, Reykjanesbæ.
Nils Erik Gíslason, tæknimaður, Reykjanesbæ.
Ólafur Árni Halldórsson, grafískur hönnuður, BFA, Reykjanesbæ.
Steinar Immanúel Sörensson, öryrki, Reykjanesbæ.
Vignir Ari Steingrímsson, atvinnulaus, Svf. Vogum.
Þórður Eyfjörð Halldórsson, starfar sjálfstætt, Reykjanesbæ.
Ægir Geirdal Gíslason, atvinnulaus öryggisvörður, Svf. Vogum.