Enginn með skammbyssu í Njarðvík - Gabb hjá unglingi
Tilkynning um vopanað mann í Njarðvík í morgun reyndist vera gabb. Unglingar í vinnuskólanum hringdu inn tilkyninguna í einhverjum „fíflagangi“. Þeir hringdu til lögreglunnar á Suðurnesjum í gegnum neyðarlínu um að maður vopnaður skammbyssu væri fyrir utan Valgeirsbakarí í Reykjanesbæ. Lögreglumenn fóru þegar á vettvang og einnig var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til.
Aðili sást á hlaupum frá bakaríinu og vöknuðu grunsemdir að hann tengdist málinu. Um var að ræða ungling sem viðurkenndi að hafa hringt inn og var um gabb að ræða.
Lögreglan lítur málið alvarlegum augum, rætt var við foreldra viðkomandi og málið verður tilkynnt barnaverndaryfirvöldum.