Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enginn málefnalegur ágreiningur milli L- og N-lista
Davíð Ásgeirsson, bæjarfulltrúi L-listans í Garði. Hann stendur einn að meirihlutasamstarfinu við D-listans, án aðkomu stjórnar L-listans, segir Jóhannes S. Guðmundsson.
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 14:21

Enginn málefnalegur ágreiningur milli L- og N-lista

Jóhannes S. Guðmundsson, stjórnarmaður í L-listanum í Garði, hafði samband við Víkurfréttir og vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna þess að í dag tekur nýr meirihluti við í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs.

„Það er rétt að enginn málefnalegur ágreiningur var á mili N- og L-lista og stjórn L-listans tók ekki þátt í þessum viðræðum. Það var eingöngu bæjarfulltrúi L-listans.

N-listinn og stjórn L-listans bauð D-listanum í tví- eða þrígang upp á breiða sátt en þeir höfnuðu því.

Hvað varðar ábyrgð fráfarandi stjórnar N- og L-lista á starfslokasamningi Ásmundar Friðrikssonar, þá bera þeir ábyrgðina sem smíðuðu samninginn á sínum tíma. Ef samningur Oddnýjar hefði verið heimfærður upp á Ásmund þá hefði verið þriggja mánuða uppsagnarfrestur ef bæjarstjórinn hefði sagt upp,  annars sex mánuðir ef að bæjarstjóranum væri sagt upp,“ segir Jóhannes S. Guðmundsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024