Enginn leitaði á bráðamóttöku HSS vegna flugeldaslysa
Mjög vel gekk á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um áramótin og engin slys sem tengdust flugeldum komu inn á bráðamóttöku spítalans á þeim tíma, að sögn Snorra Björnssonar, yfirlæknis heilsugæslusviðs HSS.
Í samtali við Víkurfréttir segir Snorri að mikill erill hafi þó verið á læknamóttökunni sem og bráðamóttökunni en eins og áður kom fram gengu áramótin vel fyrir sig.