Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enginn kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ
Bæjarstjóri ásamt stjórnunarteymi Reykjanesbæjar.
Miðvikudagur 10. október 2012 kl. 09:40

Enginn kynbundinn launamunur hjá Reykjanesbæ

Markvisst hefur verið unnið að því að útrýma kynbundnum launamun hjá Reykjanesbæ og er fullyrt að enginn kynbundinn launamunur sé í störfum hjá bæjarfélaginu en í  nýlegri könnun BSRB kemur fram að óútskýrður kynbundinn launamunur sé hjá hinu opinbera sem nemur 13,1% og hefur aukist frá síðustu könnun.

„Þetta er í samræmi við þá stefnu sem við höfum haft hér og unnið markvisst að, hlutfall karla og kvenna í æðstu stjórnunarstöðum er jafnt og kynbundinn launamunur í kerfinu, hvort sem er í grunnskólum, leikskólum, íþróttahúsum, félagsþjónustu eða annars staðar, á ekki að fyrirfinnast og fyrirfinnst ekki. Engar yfirvinnugreiðslur eru umfram hjá körlum en konum og engar aukagreiðslur þekkjast til karla umfram konur í störfum þar sem bæði kynin starfa,“ segir í svari starfsþróunarstjóra til Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, sem  í kjölfar niðurstöðu könnunar BSRB óskaði eftir upplýsingum um mögulegan kynbundinn launamun hjá bænum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024