Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Enginn fundur á dagskrá vegna Varnarliðsins
Mánudagur 3. maí 2004 kl. 09:06

Enginn fundur á dagskrá vegna Varnarliðsins

Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefur fengið boð um að skera niður reksturinn um 200 milljónir aukalega vegna kostnaðar Bandaríkjamanna af stríðsrekstrinum í Írak. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri hjá utanríkisráðuneytinu var inntur eftir áhrifum þess á atvinnumál Íslendinga á svæðinu. "Varnarliðsmenn reka þessa stöð og verða að finna það út sjálfir hvar þeir geta borið niður í sparnaði. Þeir munu fara yfir það eins vel og þeir geta hvar hægt er að hagræða. Þar getur verið um ýmsa kosti að ræða. Þetta getur komið niður á starfsemi sem er algerlega á þeirra eigin vegum en ekki er hægt að útiloka að þessi niðurskurður geti haft einhverjar uppsagnir íslenskra starfsmanna í för með sér. Það kemur í ljós á næstu vikum eða mánuðum hvernig staðið verði að þessu," segir Gunnar Snorri. Ekki var honum kunnugt um væntanleg fundahöld íslenskra stjórnvalda og varnarliðsins vegna þessara tíðinda, en frá þessu er greint í Fréttablaðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024