Enginn fannst eldurinn
Tilkynning barst til Slökkviliðs Grindavíkur í gær kl 18:09 frá Neyðarlínu um að vegfarandi hefði tilkynnt eld við Grindavíkurveg. Slökkvilið og lögregla voru ræst út og gerðu mikla leit en ekkert fannst. Mikill viðbúnaður var viðhafður þar sem ekkert var vitað um umfang málsins.
Mikilvægt er að vegfarendur gefi upp góðar upplýsingar þegar verið er að tilkynna til viðbragðsaðila atburði sem þarf að bergðast skjótt við, segi á heimasíðu slökkviliðsins.
Mynd úr safni/Slökkvilið Grindavíkur á æfingu.