Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Enginn alvarlega meiddur eftir þrjú bílslys á Brautinni
Sunnudagur 12. mars 2006 kl. 12:33

Enginn alvarlega meiddur eftir þrjú bílslys á Brautinni

Þrjú umferðarhöpp urðu á Reykjanesbraut á dagvakt lögreglunnar í gær.

Klukkan 07:39 var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur við Vogaveg. Fimm aðilar voru í bifreiðinni. Þrír fundu til minniháttar eymsla. Bifreiðin var mikið skemmd og var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Klukkan 08:54 var tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut við Vogaveg. Þar hafði ökumaður lítillar fólksbifreiðar misst stjórn á bifreiðinni sem valt við það tvær veltur. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meiðslin munu þó ekki vera alvarleg.

Klukkan 13:03 var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur við Reykjanesbraut á Strandarheiði. Ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni þegar honum fannst hann sjá aðskotahlut á akbrautinni. Bifreiðin skemmdist ekki mjög mikið og ökumaður slapp ómeiddur. Bifreiðin var þó dregin af vettvangi með kranabifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024