Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin umræða um niðurskurð, segir Kristinn
Mánudagur 20. september 2010 kl. 15:51

Engin umræða um niðurskurð, segir Kristinn


Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ, tekur undir þau orð Friðjóns Einarssonar, oddvita Samfylkingar, að umræða um fyrirhugaðan niðurskurð hafi ekki farið fram í bæjarráði eða bæjarstjórn. Hann vísar yfirlýsingu frá bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar þar að lútandi algjörlega á bug.

Kristinn hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:

„Í ljósi umræðunnar um 450 miljón kr. niðurskurð í rekstri Reykjanesbæjar og að hann hafi verði ræddur eða kynntur bæjarfulltrúum í tvígang langar mig að koma eftirfarandi á framfæri..

Í yfirlýsingu frá Dagnýju Gísladóttur kynningarstjórar Reykjanesbæjar er fullyrt að:

„Í bæjarráði Reykjanesbæjar hefur tvívegis (9.sept. og 16.sept.) verið gerð grein fyrir erindi sem sent hefur verið til framkvæmdastjóra sviða og forsvarsmanna allra ráða og nefnda bæjarins þar sem kallað er eftir vinnu ráðanna til að leggja fram hugmyndir um sparnað og niðurskurð. Þar kemur m.a. fram að stefnt sé að amk. 450 milljón kr. niðurskurði á ársgrundvelli. Þá hefur verið leitað til allra starfsmanna með hugmyndir og ábendingar sem nú er verið að fara yfir“.

Þessari yfirlýsingu vil ég algerlega vísa á bug. Engin umræða,  hefur farið fram í bæjarráði eða bæjarstjórn um niðurskurð að sparnaðartillögur meirihlutans. Það má glögglega sjá á vef Reykjanesbæjar í fundargerðum bæjarráðs http://rnb.is/fundargerdir_new.asp?cat_id=684

Ég sem bæjarfulltrúi Framsóknar á sæti í bæjarstjórn og bæjarráði  tek undir það hvorki hafi farið fram umræður um niðurskurð né sparnaðartillögur bæjarins.

Nú þegar er búið að hefla svo af rekstri lögbundinnar starfsemi sveitarfélagsins (skólum og leikskólum) að við frekari niðurskurð fer lögbundin þjónusta að skerðast.

Við  sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar höfum lýst yfir vilja til að vinna saman með meirihlutanum í að rétta rekstur bæjarins við og koma með lausnir og hugmyndir þar að lútandi. Meirihlutinn hefur hinsvegar kosið að hunsa þessa viðleitni og ekki einu sinni séð þörf á að upplýsa okkur um aðgerðir í niðurskurði.

Staðan í rekstri Reykjanesbæjar er alvarleg og ekki einkamál meirihluta sjálfstæðismanna heldur snerti alla bæjarbúa.

Með bestu kveðjum
Kristinn Þór Jakobsson
Bæjarfulltrúi Framsóknar í Reykjanesbæ



Tengdar greinar á vf.is:

Sannleikurinn er sagna bestur


Reykjanesbær: Niðurskurður vegna óvissu í atvinnuverkefnum

Yfirlýsing frá forráðamönnum Reykjanesbæjar: Hefur Friðjón ekkert fylgst með umræðum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024