Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin þolinmæði gagnvart afbrotum
Fimmtudagur 17. janúar 2008 kl. 10:13

Engin þolinmæði gagnvart afbrotum

Bæjaryfirvöld í Vogum, ásamt Lögreglunni á Suðurnesjum hafa boðað til íbúafundar næstkomandi mánudagskvöld til að ræða forvarnarmál í sveitarfélaginu.
Íbúar í Vogum hafa verið uggandi vegna mála sem þar hafa komið upp nýlega þegar kveikt var í fjölda lúxusbifreiða og handrukkun um síðustu hendi þar sem fjórir voru handteknir eftir að hafa haft í hótunum við fólk.
Þá er á allra vitorði að í Vogum býr þekktur misyndismaður sem ítekað hefur komist í fréttir tengdum vafasömum málum. Fyrir þremur árum fann lögregla skotvopn, fíkniefni og þýfi á heimili hans.

„Íbúar í Vogum hafa enga þolinmæði gagnvart afbrotum,“ er haft eftir segir Róberti Ragnarssyni, sveitastjóra í Vogum. Hann segir að farið verði yfir forvarnamál í samstarfi við lögregluna enda sé slík vinna hluti af stefnu sveitarfélagsins.

Borgarafundurinn verður haldinn í Tjarnarsalnum í Vogum, næstkomandi mánudag kl. 20.


Mynd/Oddgeir Karlsson: Horft yfir Voga þar sem íbúar eru uggandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024