Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Engin þjónusta á HSS við konur í barneignarferli
Mánudagur 1. september 2008 kl. 15:31

Engin þjónusta á HSS við konur í barneignarferli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um þjónustu á HSS við konur í barneignarferli ef til verkfalls ljósmæðra kemur.


Þar sem samningar hafa enn ekki náðst við ljósmæður, hefur verið boðað til verkfalls frá kl. 00 þann 4. september til kl. 24 þann 5. september 2008.


Samkvæmt neyðaráætlun ríkisins verður engin þjónusta á HSS við konur í barneignarferli á þessu tímabili. Mæðravernd fellur niður, fæðingardeild lokar og þjónusta ungbarnaverndar verður skert. Fæðandi konum er bent á fæðingadeild Landspítalans.


Ef samningar nást ekki hefur verið boðað til áframhaldandi verkfallsaðgerða sem hér segir:


• Frá 00 þann 10. september til kl. 24 þann 11. september 2008
• Frá 00 þann 17. september til kl. 24 þann 19. september 2008
• Frá 00 þann 23. september til kl. 24 þann 26. september 2008
• Frá 00 þann 29. september 2008 og ótímabundið


Það er von Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að samningar náist fyrir tilskilinn tíma svo ekki komi til þessara verkfallsaðgerða.

Ljósmynd: Hilmar Bragi